28.07.2016 19:04

 

Hestamannafélagið Logi heldur hinar árlegu kappreiðar sínar í Hrísholti
næstkomandi sunnudag og hefst dagskrá kl 16.
Keppt verður í eftirtöldum greinum.
250 m skeið
150 m skeið
100 m skeið 
300 m brokk
300 m stökk
Skráning á staðnum milli 15 og 16 engin skráningagj,aðgangur er ókeypis
Boðhlaup er fyrirhugað(útfært og auglýst á staðnum)
Veitingar verða með hefðbundnu sniði.. Og óhefðbundnu.
Einnig verður teymt undir börnum og hvetjum við foreldra til að mæta með börnin og lofa þeim að bregða sér á bak.
Loga félagar verða með barnþæg hross á staðnum.

Útreiða nefnd Loga hvetur sem flesta til að koma ríðandi,safnst saman í Tungnaréttum og ríða síðan fylktu liði á mótsvæðið við 
Hrísholt.
Allir velkomnir.
Útreiða og kappreiðanefndir Loga.

17.06.2016 10:07

 

Firmakeppni Loga 2016

 

Verður haldin í Hrísholti laugardaginn 18. júní og hefst kl:

14:00.

Skráning á staðnum frá kl: 13:00 – 13:45.

Keppt verður í pollaflokki, barnaflokki (10–11), krakkaflokki

(12-13), unglingaflokki(14-17), ungmennaflokki(18-21),

keppnisvanir og minna keppnisvanir.

Eftir keppni verður svo grillpartý í boði Loga og hvetjum við

alla til þess að vera með og enda skemmtilegan dag.

Að þessu sinni verður gerð tilraun til að hafa firmakeppnina opna öllum.

 

Firmakeppnisnefnd

 

27.05.2016 17:38

 

Hestamannafélagið Logi ætlar að standa fyrir vinnudegi á Hrísholtssvæðinu laugardaginn 4.júní. kl 12:30

Komin er tími á ýmiskonar viðhald á svæðinu.
Fyrirhugað er að laga girðingar, mannvirki og mála það sem þarf.

Við hvetjum sem flesta til að mæta og hjálpa til að viðhalda svæðinu okkar.

Margar hendur vinna létt verk, sjáumst hress og kát.

08.05.2016 17:06

 

 

 

 

Úrslit Uppsveitadeild Æskunnar lokamót 2016
 

 
Flettingar í dag: 11
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 189
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 78483
Samtals gestir: 17900
Tölur uppfærðar: 22.1.2017 03:34:28