Kæru félagar
Í ljósi þeirra takmarkana eru í gildi hefur stjórn Loga ákveðið að fresta aðalfundi Loga um óákveðinn tíma. Þegar að takmörkunum hefur verið aflýst munum við auglýsa aðalfund.
Stjórn Loga
Auglýst er eftir umsóknum í Hæfileikamótun LH á fyrir árið 2021 fyrir unglinga á aldrinum 14-17 ára (unglingaflokkur).
Hæfileikamótun LH er fyrir unga og metnaðarfulla knapa sem hafa áhuga á bæta sig og hestinn sinn. Í þjálfuninni er lögð áhersla á að bæta og auka skilning á líkamsbeitingu knapa og samspili knapa og hests ásamt því að farið verður í hugræna þætti eins og markmiðasetningu, sjálfstraust og hugarfar. Hæfileikamótun er góður undirbúningur fyrir knapa sem hafa að markmiði að komast í U-21árs landslið í hestaíþróttum þegar þeir hafa aldur til. Hópar verða starfræktir um um allt land til þess að ungir knapar víðsvegar um landið fái tækifæri til að taka þátt.
Fyrirkomulag er eftirfarandi:
Þjálfarar í Hæfileikamótun LH 2021
Kostnaður knapa er 100.000 kr. fyrir árið.
Umsóknum skal skilað á sérstöku umsóknarblaði á vefsíðu LH. Æskilegt er að senda inn yfirlit keppnisárangurs og tengil í videóupptöku af knapa á youtube eða öðrum miðlum.
Umsóknarfrestur er til 13. desember 2020
Æskulýðsnefndir Loga og Smára hafa gefið út árskýrslu fyrir árið 2020
Árskýrsluna er að finna undir flipanum skrár/skýrslur hér að ofan
Frá Reiðhöllinni á Flúðum
Stefnt er að því að halda Uppsveitadeildina í vetur ef allt gengur vel og ekki verða takmarkanir í gangi.
Dagsetningarnar verða:
19. febrúar fjórgangur
26. mars fimmgangur
16. apríl tölt og skeið
Skráning hefst 1 desember og líkur 31 desember. Ekki verður tekið við skráningum fyrir 1 desember.
Skráning sendist á uppsveitadeild@gmail.com
Einstaklingur ber ábyrgð á skráningu sinni.
Aldurstakmark keppenda miðast við ungmennaflokk eins og hann er skilgreindur í lögum LH eða 18 ára.
Deildin er opin og eru 35 sæti í boði.
Með kveðju
Framkvæmdanefndin
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is